Menntun er eflandi
Zontaklúbbar um allan heim leggja sig fram um að ná jafnrétti innan menntunar og veita námsstyrki og viðurkenningar til kvenna og stúlkna sem sækja menntun og stefna á starfsferil á þeim sviðum sem karlar hafa verið í meirihluta.
Hér er hægt að kynna sér alþjóðlega Zonta styrki.
Amelia Erhart sjóðurinn
Amelia Earhart sjóðurinn veitir allt að 30 námsstyrki á ári og er hver styrkur 10.000 USD. Styrkinn geta konur sem stunda háskólanám til Ph.D/doktorsgráðu og eru í í flugvélaverkfræði, geimvísindum eða skyldum greinum. Sjóðurinn var stofnaður árið 1938 til heiðurs Zontakonunni og flugmanninum Ameliu Earhart.
Nánari upplýsingar á vef Zonta International
Jane M. Klausmann – Konur í viðskiptum
Konur hafa náð miklum árangri í menntun, starfsframa og leiðtogahlutverkum sem þeim var einu sinni neitað um. Hins vegar eru þær enn í minnihluta leiðtoga í viðskiptalífinu. Samkvæmt Hagstofu Íslands eru konur 24% stjórnarmanna og framkvæmdastjóra í fyrirtækjum á Íslandi árið 2022.
Zontaklúbbur Borgarfjarðar – UGLA hefur það hlutverk að auglýsa þennan sjóð og hvetja konur til að sækja um.
Nánari upplýsingar á vef Zonta International
Konur í STEM greinum
Zonta veitir styrki til kvenna sem vilja mennta sig og öðlast tækifæri, starfsframa og vera leiðandi innan STEM greina. (Science, Technology, Engineering, og Math).
Nánari upplýsingar á vef Zonta International
Verðlaun til ungra kvenna í almannaþjónustu
Young Women in Public Affairs Awards
Verðlaunin eru veitt ungum konum, á aldrinum 16-19 ára, sem hafa sýnt leiðtogahæfileika í skóla, sjálfboðastörfum eða félagasamtökum. Sjóðurinn var stofnaður 1990 af fyrrum formanni alþjóðasamtaka Zonta Leneen Forde og eru verðlaunin veitt á þremur stigum, af klúbbum, af umdæmum og af Zontahreyfingunni (ZI).
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna á vef Zonta International.