Um klúbbinn

 

 

 

 

Sagan okkar

Zontaklúbbur Borgarfjarðar – Ugla,  hélt vígsluhátíð sína þann 20. október 2012 á fallegu haustkvöldi á Bifröst í Borgarfirði. Þar voru samankomnar 50 konur og menn að fagna því að áttundi Zontaklúbburinn á Íslandi var orðinn að veruleika. Stofnfélagar í klúbbnum voru 21 kona búsettar á Akranesi, Borgarnesi, Hvanneyri, Bifröst og víðar af svæðinu. Allar hafa konurnar ákveðið að leggja sitt af mörkum til að bæta stöðu kvenna um heim allan sem og að vinna að verkefnum sem varða velferðarmál kvenna á heimaslóð.

Að taka þátt í Zontastarfi

Zonta starfar bæði alþjóðlega, á landsvísu og í gegnum svæðisbundin verkefni sem miða að því að styrkja konur og efla lífsgæði þeirra. Í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar er stuðlað að verkefnum sem bæta heilsu og menntun kvenna um allan heim.

Zontasytur í UGLU

Zontaklúbbur Borgarfjarðar UGLA er skipaður hópi kvenna sem koma úr ýmsum starfsstéttum og vilja taka þátt í ánægjulegum félagsskap með ótvíræð sameiginleg markmið. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í starfinu með okkur þá hvertjum við þig til að hafa samband við eina af okkur.

Bergþóra Sigurjónsdóttir, Akranesi
Dagný Hjálmarsdóttir, Borgarnesi
Eva Hlín Alfreðsdóttir,  Borgarnesi
Geirlaug Jóhannsdóttir, Reykjavík
Guðríður Sigurjónsdóttir, Akranesi
Hildur Aðalbjörg Ingadóttir, Akranesi
Margrét Ástrós Helgadóttir, Borgarnesi
Ólöf María Brynjarsdóttir, Borgarnesi
Sædís Björk Þórðardóttir, Borgarnesi
Signý Óskarsdóttir, Borgarnesi
Sigrún Guðmundsdóttir, Akranesi
Theodóra Þorsteinsdóttir, Borgarnesi
Þórný Hlynsdóttir, Borgarnesi
Ulla R. Pedersen, Hvanneyri

Fyrsta skrefið er að þér verður boðið að koma til okkar sem gestur á nokkra fundi til að kynnast starfi klúbbsins og þeim konum sem nú eru félagar. Ef þér líkar við starfið og okkur þá vinnur þú að því með valnefndinni að gerast félagi í klúbbnum okkar.

Zontakonur vilja heim þar sem:

 • Kvenréttindi eru viðurkennd sem mannréttindi.
 • Sérhver kona hefur tækifæri til að þróa og nýta hæfileika sína.
 • Konum er í engu mismunað kyns síns vegna hvorki í lagalegu né stjórnmálalegu tilliti eða hvað varðar menntun, heilbrigði og starfsréttindi.
 • Engin kona lifir í ótta við ofbeldi.

Zonta er hlutlaus með tilliti til stjórnmálaaðildar og trúarbragða.

Fundartímar

Við hittumst mánaðarlega frá september fram í maí, 2. þriðjudag í mánuði. Fundartíminn er oftast frá 19.00 – 21.00.

Árgjaldið í klúbbinn er 24.000 kr. og er greitt í fjórum hlutum

 1. október, 1. nóvember, 1. febrúar og 1. mars.

Skráningargjald fyrir nýja félaga greiðir klúbburinn til Zonta International.

 

Núverandi stjórn var kosin á aðalfundi í maí 2023

 • Signý Óskarsdóttir, formaður
 • Margrét Ástrós Helgadóttir
 • Geirlaug Jóhannsdóttir, gjaldkeri
 • Theodóra Þorsteinsdóttir
 • Ulla R. Pedersen

 

Skoðunarmenn:

 • Guðríður Sigurjónsdóttir
 • Hildur Aðalbjörg Ingadóttir
Copyright © 2023, Zonta International - District 13.