Velkomin á heimasíðu Zontaklúbbs Borgarfjarðar – Ugla

Zontaklúbbur Borgarfjarðar – Ugla,  hélt vígsluhátíð sína þann 20. október 2012 á fallegu haustkvöldi á Bifröst í Borgarfirði. Þar voru samankomnar 50 konur og menn að fagna því að áttundi Zontaklúbburinn á Íslandi var orðinn að veruleika. Stofnfélagar í klúbbnum voru 21 kona búsettar á Akranesi, Borgarnesi, Hvanneyri, Bifröst og víðar af svæðinu. Allar hafa konurnar ákveðið að leggja sitt af mörkum til að bæta stöðu kvenna um heim allan sem og að vinna að verkefnum sem varða velferðarmál kvenna á heimaslóð.

Um klúbbinn
Heiti: Zontaklúbbur Borgarfjarðar – Ugla

Númer klúbbs: 13 – 03 – 1891
Vígsludagur: 20. október 2012
Fundartími: Annar þriðjudagur í mánuði
Félagar: 13

Tengiliður: Theodóra Þorsteinsdóttir, formaður