Verkefni

Klúbburinn selur kerti í fjáröfluarskyni.
Klúbburinn selur kerti í fjáröfluarskyni.
P1280405
Happdrættisvinningar á fjáröflunarfundi.

layout1

layout2

Test

Verkefni sem klúbburinn hefur unnið að eða styrkt

Zontaklúbbur Borgarfjarðar tekur þátt í sameiginlegum verkefnum á landsvísu sem og að styrkja erlend verkefni. Í tilefni að vígslu klúbbsins árið 2012 fékk hann peningagjafir sem runnu í hans nafni til ákveðinna styrktarverkefna og má þar nefna Fistula verkefnið sem styrkir aðgerðir á konum sem hafa lent í erfiðum barnsburði Líberíu.

Fistula

Árið 2015 gáfu Uglurnar 2.500 USD til alþjóðlegra verkefna. Styrkurinn skiptist milli þriggja verkefna, Fistula verkefnið í Líberíu en það verkefni snýst um læknisaðstoð til kvenna í kjölfar barnsburðar, HIV verkefnið í Rúanda sem stuðlar að því að hindra alnæmissmit milli móður og barns og hefur gengið svo vel að vonir standa til um HIV lausan árgang barna í Rúanda. Og loks nýtt verkefni Zonta International og sem snýr að bættum samskiptum kynjanna í skólum í Víetnam til að vinna gegn ofbeldi stúlkna og kvenna en heimilisofbeldi er viðurkennt vandamál í Víetnam þar sem 58% giftra kvenna hafa liðið fyrir það svo vitað sé.

Öll eru verkefnin unnin í samstarfi við stofnanir Sameinuðu þjóðanna og má lesa nánar um þau hér: Alþjóðleg verkefni.

Á hverju ári veita Uglurnar hvatningarverðlaun til frekara náms. En þau verðlaun ganga til stúlkna eða kvenna sem hafa sýnt miklar persónulegar framfarir í námi, góða ástundun og útskrifast úr framhaldsskóla á Vesturlandi.

Uglurnar hafa styrkt Stígamót með fjárframlagi og gefið saumafél til BIESER sem eru samtök í Bosníu sem styðja flóttakonur og börn þeirra til betra lífs.

Copyright © 2023, Zonta International - District 13.