Zontasystur í UGLU
Við Zontasystur deilum þeim áhuga á að styðja konur til betra lífs um allan heim. Það gerum við með því að vinna með öðrum klúbbum á Íslandi og á alþjóðavísu.
Við Zontasystur sjáum fyrir okkur heim þar sem konur búa við öryggi, aðgengi að menntun, aðgengi að heilbrigðisþjónustu og hafi jafnan rétt til þátttöku í atvinnulífi og samfélagi.
Við Zontasystur ræktum vinskap og sjálfseflingu innan klúbbsins til þess að hafa eitthvað að gefa í þau verkefni sem liggja fyrir á hverju ári.
Við Zontasystur leggjum áherslu á fræðandi samveru og skapandi vinnu á fundum okkar.
Fjáröflun
Við Zontasystur öflum fjár með því að skipuleggja viðburði. Selja happdrættismiða á fundum og taka þátt í öðrum fjáröflunarverkefnum í samstarfi við aðra klúbba.
Við Zontasystur seljum líka kerti og kort í fjáröflunarskyni.